18.9.2009 | 13:38
Tilkynning
Hér munu koma fram pistlar frá fólki sem vill segja skoðanir sínar á hlutunum.
Við sem höldum utanum Félag fólksins fordæmum enga, við viljum bara fá að sjá hverjar eru skoðanir fólksins á umhverfinu til að hægt sé að koma af stað umræðu sem getur leitt til betri hagsmuna þjóðfélagsins. Við viljum leita lausna á ýmsum vanda sem finnst í þjóðfélaginu í dag til að gera heimkynni okkar betri. Félagið vill leita úrbóta á sem flestum sviðum til að gera framtíð landsins bjartari.
Við erum fólkið og við eigum að segja okkar skoðanir.
Stjórnun landsins á ekki að traðka á okkur því ef það væri ekki fyrir okkur væru þeir ekkert.
Ríkið erum við og þeir sem því stíra eiga að hlusta á okkur fólkið því það erum við sem í raun ráðum.
Stjórnmálamenn vinna fyrir okkur fólkið og því eigum við að ráða hvernig þeir vinna með okkar hagsmuni.
Segðu skoðanir þínar og við munum standa með þér því við erum hluti af fólkinu.
Hægt er að senda okkur pistla eða greina sem lýsir skoðunum, hægt er að senda okkur pistlana eða greinarnar ónafngreint ef fólk vill hafa persónu leynd. Við viljum birta skoðanir þínar svo að aðrir geti séð að þeir séu ekki einir um að hafi skoðanir. Við höfum öll skoðanir og því er ekkert að því að segja hvað manni finnst.
Sendu okkur þínar skoðanir eða hugmyndir á felagfolksins@hotmail.com og við munum birta það hér á Félagi fólksins. A.T.H Við skoðum allt áður en að við birtum það til að koma í veg fyrir meinyrði. Ef við getum ekki birt það sem okkur er sent munum við að öllum líkindum nota hugmyndir fólks til að gera eigin pistla sem verða þá hugmyndir annarra en filtað svo það sé ekki hægt að ásaka okkur um meinyrði.
Við viljum einnig fá að birta link að bloggi annarra sem eru virkir í þjóðfélagsumræðunni, vinsamlegast sendið okkur linkinn að blogginu ykkar sem viljið leifa okkur að birta linkinn hér á Félagi fólksins á e-m@il-ið felagfolksins@hotmail.com eða sendið okkur vinabeiðni og/eða athugasemd með linknum ykkar.
Við viljum taka það fram að það sem hér kemur fram eru skoðanir fólks. Ef það stangast á við þínar eigin skoðanir þá er ekki verið að ráðast að þér. Allir mega hafa sínar skoðanir þó þær stangist á við annarra. Við erum að birta skoðanir til að fólk sjái hvert álit fólks er á þjóðfélagi okkar svo að hægt sé að vinna að göllum og kostum heimkynna okkar allra.
Félag fólksins er einnig með Facebook notenda: Felag Folksins þér er velkomið að gerast vinur og allir eru samþykktir.
Athugasemdir
Þið megið vitna í mig eins og þið viljið.
Axel Þór Kolbeinsson, 25.9.2009 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.